Fara í innihald

Sven Hassel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sven Hassel (fæddur Børge Willy Redsted Pedersenn) (19. apríl, 1917 - 21. september, 2012) var danskættaður hermaður og rithöfundur sem skrifaði skáldsögur sem voru að hluta til sjálfsævisögulegar, byggðar á reynslu hans í heimsstyrjöldinni síðari. Eftir hann hafa selst um 53 miljónir bóka sem gera hann að einum mest seldu rithöfunda dana alþjóðlega.

Í bókunum sínum lýsir Hassel stríðinu í gegnum fyrstu-persónu sögumann með sama nafn og hann. Bækurnar lýsa ævintýrum 27. (Refsi) skriðdrekaherdeildar sem samanstendur af dæmdum glæpamönnum og hermönnum sem hafa komið fyrir herrétt. Fyrir utan Sven, eru það t.d. Legjónarinn (fyrrverandi meðlimur frönsku útlendingaherdeildarinnar), risastór maður sem ber nafnið Lilli, svartamarkaðsbraskarinn Porta, Barcelona Bloom sem dreymdi um að rækta appelsínur á Spáni að stríði loknu, Gregor Martin sem hafði verið lækkaður í tign sem herforingjabílstjóri vegna svartamarkaðsbrasks og sendur í refsisveitina sem óbreyttur hermaður, riðilstjórinn Gamlingi og Julius Heide, maður sem trúir á Foringjann og Flokkinn. Einnig ber að minnast á Tangóinn, Rumenskan sjálfboðaliða sem kemur fram í einni bókinni og Albert, þýskan blökkumann ættaðan frá Kongó. Þeir berjast á flestum vígstöðvum frá norðanverðu Finnlandi til Rússlands.

Sýn Hassels á stríð er slæm: Hermenn berjast aðeins til að lifa af, fólk er drepið óvart eða af lítilfjörlegum ástæðum, Prússneskir foringjar hóta mönnum sínum stöðugt með herrétti, og pirraðir hermenn drepa foringja sína stundum til að losna við þá.

Danskur fréttamaður, Erik Haaest, hefur eytt mörgum árum í að reyna að "fletta ofan af" Hassel. Haaest heldur því fram að Hassel hafi eytt lengstum hluta af stríðinu í hertekinni Danmörku, og að þekking hans á stríði komi frá dönskum SS mönnum sem hann hafi hitt eftir stríðið.

Bækur eftir Sven Hassel

[breyta | breyta frumkóða]

Eftirfarandi eru íslenskir titlar á verkum Hassels:

  • Hersveit hinna fordæmdu (1959)
  • Dauðinn á skriðbeltum (1968)
  • Stríðsfélagar (1969)
  • Í fremstu víglínu (1973)
  • Gestapó (1974)
  • Monte Cassino (1972)
  • Tortímið París (1975)
  • SS-Foringinn (1976)
  • Martröð undanhaldsins (1978)
  • Barist til síðasta manns (1977)
  • Guði gleymdir (1979)
  • Herréttur (1980)
  • GPU-Fangelsið (1981)
  • Kommisarinn (1985)

Árið 1987 var bókin Hersveit hinna fordæmdu kvikmynduð undir heitinu The Misfit Brigade í leikstjórn Gordon Hessler