Svavar Lárusson - Ég vild' ég væri...

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Svavar Lárusson syngur Hreðavatnsvalsinn
Forsíða Svavar Lárusson - Ég vild' ég væri...

Bakhlið Svavar Lárusson - Ég vild' ég væri...
Bakhlið

Gerð IM 4
Flytjandi Svavar Lárusson, SY-WE-LA kvintettinn
Gefin út 1952
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

Svavar Lárusson syngur Hreðavatnsvalsinn er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1952. Á henni syngur Svavar Lárusson tvö lög með hinum norska SY-WE-LA jazzkvintett. Kvintettinn starfaði í Osló frá 1950-1953 og hann skipuðu meðal annarra Rolf Syversen, píanó, Finn Westbye gítar og Fred Lange-Nielsen, bassi. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Norska útvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hreðavatnsvalsinn - Lag - texti: Knútur R. Magnússon (Reynir Geirs) - Atli Þormar - Hljóðdæmi 
  2. Ég vild' ég væri... - Lag - texti: Murray, Kuller - Benedikt Gröndal - Hljóðdæmi 


Um plötuna[breyta | breyta frumkóða]

Í lok október 1952 komu 3 plötur með Svavari Lárussyni og SY-WE-LA kvintettinum til landsins (IM 3, IM 4 og IM 5). Þær voru teknar upp hjá Norska útvarpinu. Þessar plötur voru hinar fyrstu sem settar voru á markað frá Íslenzkum tónum. Bæði lögin á þessari plötu eru vel þekkt.

Ég vildi ég væri...[breyta | breyta frumkóða]

Í merkilegri ritgerð Ólafs Þorsteinssonar um sögu íslensku hljómplötunnar 1910-1958, er kafli um lagið Ég vild' ég væri... og örlög plötunnar í þætti í Ríkisútvarpinu.[1]

Benedikt Gröndal, síðar forsætisráðherra, var með vinsælan útvarpsþátt, Óskastundina. Svo bar það við að systir Benedikts sem var kunnug Svavari kom að máli við hann og færði honum texta eftir bróður sinn, Benedikt, með kveðju og ósk frá honum að syngja textann inn á plötu ef til kæmi. Textinn var saminn við vinsælt dægurlag frá þessum tíma og söng Svavar lagið í Gúttó í byrjun og varð það fljótt vinsælt. Sérstaklega vakti orðskrípið hænuhanagrey athygli í textanum og hvað það ætti að þýða. Platan var tekin upp og sett í sölu og varð fljótt vinsæl og fékk nokkra spilun í útvarpinu. Benedikt lét svo fara fram könnun í sínum þætti um vinsælasta og óvinsælasta lagið en sú plata yrði svo brotin. Benedikt lét þó aldrei getið að hann væri sjálfur höfundur textans og héldu margir að Svavar hefði sjálfur samið textann og Svavari sárnaði þetta og fannst þetta leiðinlegt.

Áðurnefnt lag, „Ég vild’ ég væri”, reyndist vera í öðru sæti yfir þau lög sem menn vildu helst heyra en í fyrsta sæti yfir þær plötur sem menn vildu helst fá brotið í útsendingu. Gengu m.a. undiskriftarlistar í Reykjavík þar sem hátt á annað hundrað manns undirrituðu og fóru fram á að þessi plata yrði brotin. Fór svo að hluti lagsins var spilaður í þættinum og platan síðan brotin við hljóðnemann. - Ólafur Þorsteinssom

Myndefni[breyta | breyta frumkóða]

Hreðavatnsvalsinn[breyta | breyta frumkóða]

Hreðavatnsvalsinn var eitt af þekktustu íslensku dægurlögum síðasta áratugar. Knútur R. Magnússon samdi lagið undir dulnefninu Reynir Geirs. Áhugi var fyrir laginu á Norðurlöndunum og var valsinn gefinn út á plötu í Noregi. Norskan texta gerði Peter Coob en hann gerði einnig norska textann við Litlu fluguna hans Sigfúsar Halldórssonar. Oscar Scau í Osló gaf út nóturnar.

Hreðavatnsvalsinn[breyta | breyta frumkóða]

Úti við svalan sæinn
syng ég mín ástarljóð,
dýrðlegan dans draumum í
dvel ég við forna slóð.
Þú varst minn æskuengill,
ást mín var helguð þér.
Þegar ég hugsa um horfna tíð,
hugur minn reika fer.
Manstu hve gaman,
er sátum við saman
í sumarkvöldsins blæ.
Sól var sest við sæ,
svefnhöfgi yfir blæ.
Við hörpurnar óma
í hamingjuljóma
þá hjörtu okkar börðust ótt,
allt var orðið hljótt,
yfir færðist nótt.
Dreymandi í örmum þér,
alsæll ég gleymdi mér,
unaði fylltist mín sál.
Brostirðu blítt til mín,
blikuðu augun þín
birtu mér huga þíns mál.
Manstu hve gaman,
er sátum við saman
í sumarkvöldsins blæ,
sól var sest við sæ,
svefnhöfgi yfir bæ.

Ljóð: Atli Þormar

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ólafur Þór Þorsteinsson. Saga íslensku hljómplötunnar 1910-1958. BA-ritgerð í sagnfræði við HÍ, 2006. Bls. 33.