Fara í innihald

Svavar Lárusson - Ég vild' ég væri...

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá IM 4)
Svavar Lárusson syngur Hreðavatnsvalsinn
Bakhlið
IM 4
FlytjandiSvavar Lárusson, SY-WE-LA kvintettinn
Gefin út1952
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Svavar Lárusson syngur Hreðavatnsvalsinn er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1952. Á henni syngur Svavar Lárusson tvö lög með hinum norska SY-WE-LA jazzkvintett. Kvintettinn starfaði í Osló frá 1950-1953 og hann skipuðu meðal annarra Rolf Syversen, píanó, Finn Westbye gítar og Fred Lange-Nielsen, bassi. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Norska útvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hreðavatnsvalsinn - Lag - texti: Knútur R. Magnússon (Reynir Geirs) - Atli Þormar - Hljóðdæmi
  2. Ég vild' ég væri... - Lag - texti: Murray, Kuller - Benedikt Gröndal - Hljóðdæmi


Um plötuna[breyta | breyta frumkóða]

Í lok október 1952 komu 3 plötur með Svavari Lárussyni og SY-WE-LA kvintettinum til landsins (IM 3, IM 4 og IM 5). Þær voru teknar upp hjá Norska útvarpinu. Þessar plötur voru hinar fyrstu sem settar voru á markað frá Íslenzkum tónum. Bæði lögin á þessari plötu eru vel þekkt.


Ég vildi ég væri...[breyta | breyta frumkóða]

Í merkilegri ritgerð Ólafs Þorsteinssonar um sögu íslensku hljómplötunnar 1910-1958, er kafli um lagið Ég vild' ég væri... og örlög plötunnar í þætti í Ríkisútvarpinu.[1]


Myndefni[breyta | breyta frumkóða]


Hreðavatnsvalsinn[breyta | breyta frumkóða]

Hreðavatnsvalsinn var eitt af þekktustu íslensku dægurlögum síðasta áratugar. Knútur R. Magnússon samdi lagið undir dulnefninu Reynir Geirs. Áhugi var fyrir laginu á Norðurlöndunum og var valsinn gefinn út á plötu í Noregi. Norskan texta gerði Peter Coob en hann gerði einnig norska textann við Litlu fluguna hans Sigfúsar Halldórssonar. Oscar Scau í Osló gaf út nóturnar.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ólafur Þór Þorsteinsson. Saga íslensku hljómplötunnar 1910-1958. BA-ritgerð í sagnfræði við HÍ, 2006. Bls. 33.