Fara í innihald

Svartur föstudagur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Svartur fössari)
Afslættir á svörtum föstudegi í Barselóna.

Svartur föstudagur (úr ensku Black Friday, einnig nefndur svartur fössari á íslensku) er fjórði föstudagur í nóvember á hverju ári en í mörgum löndum er hann talinn fyrsti dagur jólaverslunartímans. Margar verslanir bjóða upp á afslátt og lengja opnunartíma sinn þann dag.

Hina „svörtu“ nafngift má rekja til þess að þann dag breyttust bókhaldstölur verslana úr rauðum (neikvæðar) í svartar (jákvæðar).

Svartur föstudagur er haldinn daginn eftir þakkagjörðarhátíðina í Bandaríkjunum, en þaðan má rekja hefðina til ársins 1932. Þar er svartur föstudagur talinn tekjuhæsti dagur ársins í mörgum verslunum.

Svartan föstudag er nú að finna í mörgum löndum, þar á meðal Kanada, Bretlandi, Þýskalandi, á Íslandi og víðar. Þessi hefð ruddi sér fyrst rúms á Íslandi árið 2013 þegar Húsgagnahöllin bauð uppá afslátt á Svörtum föstudegi. Árið eftir fylgdu fleiri verslanir og þeim fer fjölgandi með ári hverju. [1]

Á þessum degi eru verslanir með mikinn fjölda af vörum á afslætti. Algengt er að afsláttur sé mikill og takmarkað magn af vörum svo það þarf að hafa hraðar hendur. Oft hafa brotist út slagsmál því að spennan og æsingurinn er svo mikill að ná þeim vörum sem verið er að sækjast eftir. Árið 2006 slösuðust 98 manns og 7 dauðsföll tengd þessum degi voru tilkynnt í Bandaríkjunum. Dæmi eru um að fólk tjaldi jafnvel fyrir utan verslanir daginn áður til að komast inn um leið og hún opnar og geti þá tryggt sér þær vörur sem þau vilja.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. https://www.bustle.com/articles/196504-is-black-friday-celebrated-in-other-countries-its-not-exclusive-to-the-us
  2. https://en.wikipedia.org/wiki/Black_Friday_(shopping)
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.