Fara í innihald

Suður-Jótland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Suður-Jótlandi árið 1913.

Suður-Jótland (danska: Sønderjylland) er heiti á landsvæði sem nær frá Konungsá í norðri (í Danmörku) að Egðu í suðri (í Þýskalandi). Hluti Jótlands norðan við Konungsá er kallaður Norður-Jótland. Þessir tveir landshlutar höfðu hvor sitt þing á Miðöldum.

Á 13. öld var Suður-Jótland gert að jarlsdæmi og síðar hertogadæmi. Fyrsti hertoginn var Knútur lávarður. Á 14. öld fékk hertogadæmið nafnið Hertogadæmið Slésvík eftir borginni Slésvík. Hertogatitillinn varð einn af titlum Danakonunga.

Þegar Heilaga rómverska ríkið var lagt niður á 19. öld tóku Danir aftur að kalla svæðið Suður-Jótland til að leggja áherslu á kröfuna um að landið yrði hluti af Danmörku. Eftir Síðara Slésvíkurstríðið lögðu Þjóðverjar landið undir sig og innlimuðu í Þýska keisaradæmið.

Eftir ósigur Þjóðverja í Fyrri heimsstyrjöld þrýstu Danir á Bandamenn að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð landsvæðisins. Niðurstaða hennar varð til þess að landinu var skipt í Norður-Slésvík sem varð hluti af Danmörku, og Suður-Slésvík sem varð hluti af Þýskalandi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.