Sturlureykir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sturlureykir eru sveitabær í Reykholtsdal í Borgarfirði. Þar er til húsa ferðaþjónusta með hestaferðir og sumarbústaðabyggð.

Þar var í fyrsta skipti í Evrópu tekið upp á því að leiða gufu inn í mannahíbýli með rörum. Gufan var leidd upp úr hvernum á bænum og henni dælt með lítilli rafmagnsdælu inn í húsið.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Tímarit Verkfræðingafélags Íslands (08.12.1928). „Hagnýting á hveraorku“. timarit.is. Sótt 11. október 2023.