Fara í innihald

Sturla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sturla ♂
Fallbeyging
NefnifallSturla
ÞolfallSturlu
ÞágufallSturlu
EignarfallSturlu
Notkun núlifandi¹
Fyrsta eiginnafn 162
Seinni eiginnöfn 74
¹Heimild: þjóðskrá júlí 2007
Listi yfir íslensk mannanöfn

Sturla er íslenskt karlmannsnafn. Það er eitt örfárra íslenskra karlsmannsnafna sem endar á -a og þeirra þekktast. Annað álíka gamalt í málinu er Órækja, sem þó hefur ekki verið notað lengi, en nýlegri dæmi eru Skúta og Esra. Sturla merkir: styrjarmaður, óeirinn maður, bardagamaðurinn litli.

Endingin -la er smækkunar- eða gæluending, einkum á kvenkynsorðum, sbr. mey-la = lítil mey, dóttla = lítil dóttir, friðla = ástmær, (seinna með samlögun frilla), og surtla = lítil svört, einkum haft um svartar ær (kýr og hryssur). Surtla er líka haft um skessu, tröllkonu eða stórvaxna, klunnalega og óþrifna kona. En einnig sem gæluheiti um svarta líkkistu. Karlmaður einn var auknefndur meyla og annar að nafni Símon auknefndur skerfla = litli skarfur.

Sturla er fornt á Norðurlöndum, fyrst að því er virðist sem auknefni, en síðar (mjög snemma) skírnarnafn. Stofn orðsins, stur, er náttúrlega skylt styr = ófriður, sbr. nöfnin Sturlaugur (sá sem vígður er orustu, hermaður), Styr(r), Styrgerður (valkyrja), Styrkár og Styrbjörn. Samstofna þessu er sögnin að sturla sem hefur frummerkinguna að koma úr jafnvægi, sbr. þýsku stören (trufla, ónáða) og dönsku styrte (steypast).

Dreifing á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.


Þekktir nafnhafar

[breyta | breyta frumkóða]
  • „Mannanafnaskrá“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. nóvember 2006. Sótt 10. nóvember 2005.