Strumpastríð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Strumpastríð (franska: Schtroumpf Vert et Vert Schtroumpf) er níunda bókin í ritröðinni um Strumpana og kom út árið 1978. Listamaðurinn Peyo teiknaði og samdi söguna í samstarfi við Yvan Delporte. Hún var jafnframt sjötta strumpabókin sem kom út á íslensku árið 1980.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Strumpastríð hefst á því að Yfirstrumpur er miður sín og ákveður að leita á náðir Kjartans galdrakarls. Stokkið er aftur í tímann í frásögninni, þar sem lífið gengur sinn vanagang í strumpaþorpinu. Íbúar norðurhluta þorpsins og suðurhlutans reynast tala ólíkar mállýskur, þar sem einstök orð eru sögð á ólíka vegu. Ágreiningur vegna þessa stigmagnast, uns fullur fjandskapur ríkir milli bæjarhlutanna. Yfirstrumpur ákveður að sækja Kjartan til að sameina strumpana. Það gekk eftir, en litlu má þó muna að Kjartan nái að fanga strumpana alla. Sagan er almennt túlkuð sem ádeila á tungumálaerjur Flæmingja og Vallóna í Belgíu.

Íþróttastrump er safn af stuttum einnar blaðsíðu skrítlum, sem allar tengjast íþróttaiðkun á einhvern hátt.

Íslensk útgáfa[breyta | breyta frumkóða]

Bókin kom út á vegum Iðunnar árið 1980 í samvinnu við danska forlagið Carlsen. Þýðingin var gefin út undir dulnefninu Strumpur.