Fara í innihald

Her

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Stofnher)
Lágmynd á súlu Trajanusar sem sýnir rómverska hermenn.

Her er skiplagður hópur vopnaðra manna, hermanna, sem hlotið hafa þjálfun í vopnaburði og eru reiðubúnir fyrir bardaga.

Forsögulegir herir voru líklega myndaðir af mönnum með steina og tréspjót, en í gegnum tíðina hefur vopnabúnaður þróast mikið. Dæmi um þróun vopna er þegar herir tóku í notkun hesta, járnsverð, boga og örvar, umsátursvopn, framhlaðninga og önnur skotvopn.

Fastaher, stofnher eða stöðuher er her sem er skipaður atvinnuhermönnum, en her sem gætir hertekins svæðis nefnist setulið.

Nútímaher skiptist í landher, flota og flugher og innan herja er ákveðin tignarröð (sjá stöðuheiti í hernaði). Vopnuð átök herja nefnast skærur, stríð eða styrjöld, en styrjöld á einkum við um meiriháttar og langvinn vopnuð átök milli þjóðríkja. Herdómstóll fer með mál hermanna og fanga en um dómstólinn gilda herlög. Genfarsáttmálinn fjallar m.a. um meðferð stríðsfanga.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.