Fastaher

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fastaher er varanlegur her sem haldið er úti jafnt á friðartímum sem á stríðstímum. Hermenn í fastaher geta ýmist verið atvinnuhermenn eða herskylduliðar. Yfirleitt eru fastaherir betur útbúnir og þjálfaðir en lausaherir sem myndaðir eru tímabundið til að bregðast við hættu, en lengst af í mannkynssögunni hafa herir verið lausaherir þar sem fastaherir eru miklu dýrari. Ríkisherir eru samsettir úr fastaher og varaliði.

Elstu fastaherir sem heimildir eru til um voru myndaðir í Assýríu og Grikklandi hinu forna. Ágústus Rómarkeisari kom upp fastaher sem myndaði kjarnann í her Rómaveldis eftir það.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.