Stofnbrot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
„Stofnbrot“ getur einnig átt við hlutbrot.

Stofnbrot er ræð tala skrifuð sem almennt brot þar sem teljarinn er einn og nefnarinn er jákvæð heiltala. Stofnbrotið \tfrac{1}{n} (þar sem teljarinn er einn og nefnarinn n) er því margföldunarumhverfa jákvæðu heiltölunnar n\,. Dæmi um stofnbrot væru til dæmis \tfrac{1}{1}, \tfrac{1}{2}, \tfrac{1}{3} eða \tfrac{1}{15}.

Margföldun tveggja stofnbrota gefur annað stofnbrot :

\frac1x \times \frac1y = \frac1{xy}.

á meðan samlagning, frádráttur eða deiling tveggja stofnbrota gefur sjaldan annað stofnbrot:

\frac1x + \frac1y = \frac{x+y}{xy}
\frac1x - \frac1y = \frac{y-x}{xy}
\frac1x \div \frac1y = \frac{y}{x}.