Stjórnleysis-einstaklingshyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stjórnleysis-einstaklingshyggja (e. individualist anarchism) er hugtak yfir ýmis afbrigði stjórnleysisstefnu sem leggja höfuðáherslu á frelsi einstaklingsins og ganga út frá því að hagsmunum hans sé betur borgið með lágmarkaðri samvinnu við aðra, til dæmis styðja þeir ekki hugmyndir eins og samyrkjubú sem dæmi, heldur gera frekar ráð fyrir samfélagi sjálfstæðra atvinnurekenda þar sem einstaklingurinn og/eða hann og fjölskilda hanns, án þess þó að nýta aðkeypta vinnu annarra nema í undantekninga tilfellum, myndi grunneiningu samfélagsins. Einnig gera þeir ráð fyrir séreign ólíkt flestum öðrum stjórnleysingjum, en þessi séreign er þó bundin við heimili og atvinnurekstur hvers einstaklings. Einstaklingssinnaðir stjórnleysingjar styðja flestir markaðshagkerfi, þó það sé ekki algilt. Ennfremur hafa þeir almennt aðhyllst hægfara umbætur sem heppilegustu leiðina að framtíðarsamfélaginu.

Upphaf einstaklingshyggjustjórnleysis má rekja til Pierre-Joseph Proudhon, en samvinnuhyggja hans byggir upp margar af þeim hugmyndum sem síðari tíma einstaklingshyggjustjórnleysingjar héldu fram. Max Stirner og Josiah Warren höfðu einnig mikil áhrif þótt þeir titluðu sig ekki stjórnleysingja.

Hreifingin þróaðist fyrst og fremst í Bandaríkjunum á seinnihluta nítjándualdar á meðan félagshyggju stjórnleysi var meira ríkjandi í Evrópu. Þar þróuðu menn á borð við Lysander Spooner og Benjamin Tucker hugmyndir Proudhon áfram og héldu inni atriðum á borð við markaðshyggju og umbótastefnu og gerðu ráð fyrir samfélagi sjálfstæðra atvinnurekenda líkt og Proudhon og Warren gerðu, meðan ein grunnhugmynd félagshyggju stjórnleysis hefur almennt verið sameign.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.