Fara í innihald

Steven Wilson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Steven Wilson 2016.
Steven Wilson á tánum (2016).

Steven John Wilson er enskur rokktónlistarmaður sem fæddur er Kingston upon Thames í London árið 1967. Hann er hvað þekktastur fyrir hljómsveit sína Porcupine Tree en hefur tekið þátt í ýmsum hljómsveitum og verkefnum. Hann hefur unnið sem upptökustjóri fyrir hljómsveitir eins og Opeth og Orphaned Land og endurhljóðblandað plötur frá m.a. King Crimson, Jethro Tull, [1], Tears for Fears, Gentle Giant og Yes. Á sólóferli sínum hefur hann búið til framúrstefnutónlist og framsækið rokk en á síðari árum hefur hann farið meira í aðgengilegri og í átt að poppi.

Wilson fékk verðlaun fyrir bestu plötu ársins á Progressive Music Awards verðlaunaafhendingunni árið 2015 fyrir plötuna Hand. Cannot. Erase.[2] Wilson er þekktur fyrir að koma fram á sviði berfættur en honum þykir þægilegra að geta skipt um gítarpedala með tánum.

Sólóplötur[breyta | breyta frumkóða]

 • Insurgentes (2008)
 • Grace for Drowning (2011)
 • The Raven That Refused to Sing (And Other Stories) (2013)
 • Hand. Cannot. Erase. (2015)
 • 4 1/2 (2016)
 • To the Bone (2017)
 • The Future Bites (2021)
 • The Harmony Codex (2023)

Aðrar skífur[breyta | breyta frumkóða]

 • Cover Version (2014) - Ábreiður og frumsamin lög
 • Transience (2016) - Safnplata

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Steven Wilson - Biography Allmusic. Skoðað 2. maí, 2016
 2. Singer Steven Wilson crowned prog rock king BBC, skoðað 2. maí, 2016.