Fara í innihald

Porcupine Tree

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Steven Wilson (2007).
John Wesley (2008).
Gavin Harrison (2007).
Colin Edwin (2007).
Richard Barbieri (2007).

Porcupine Tree er bresk hljómsveit sem stofnuð var árið 1987 af Steven Wilson. Hljómsveitin byrjaði sem sólóverkefni Wilsons en árið 1993 vildi hann vinna með hljómsveit og fékk til liðs við sig nokkra tónlistarmenn á bassa, trommur, gítar og hljómborð. Hljómsveitin var undir áhrifum frá sýrurokki og framsæknu rokki en svo fór hljómsveitin að spila aðgengilegra rokk og á 21. öld voru áhrif meðal annars frá framsæknu þungarokki. Eftir 10. breiðskífu Porcupine Tree ákvað Wilson að einbeita sér að sólóferli og því var ekki útlit að hljómsveitin starfaði áfram.

Sveitin ákvað hins vegar að koma saman með nýja plötu og fylga henni eftir með tónleikaferðalagi 12 árum síðar, 2022.

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

 • Steven Wilson – söngur, gítar, hljómborð og ýmislegt. (1987–2010, 2021-)
 • Richard Barbieri – hljómborð og píanó (1993–2010, 2021-)
 • Gavin Harrison – trommur og ásláttarhljóðfæri (2002–2010, 2021-)

Tónleikameðlimur[breyta | breyta frumkóða]

 • John Wesley – gítar og bakraddir (2002–2010)

Fyrrum meðlimur[breyta | breyta frumkóða]

 • Chris Maitland – trommur og bakraddir (1993–2002)
 • Colin Edwin – bassi (1993–2010)

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

 • On the Sunday of Life... (1992)
 • Up the Downstair (1993)
 • The Sky Moves Sideways (1995)
 • Signify (1996)
 • Stupid Dream (1999)
 • Lightbulb Sun (2000)
 • In Absentia (2002)
 • Deadwing (2005)
 • Fear of a Blank Planet (2007)
 • The Incident (2009)
 • Closure/Continuation (2022)