Fara í innihald

Stella í orlofi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Stella í orlofi (kvikmynd))
Stella í orlofi
VHS hulstur
LeikstjóriÞórhildur Þorleifsdóttir
HandritshöfundurGuðný Halldórsdóttir
Larry Wachowski
FramleiðandiUmbi
Leikarar
Frumsýning1986
Lengd84 mín.
Tungumálíslenska
AldurstakmarkLeyfð
FramhaldStella í framboði

Stella í orlofi er íslensk kvikmynd, frumsýnd 18. október 1986. Hún fjallar um Stellu sem fer í sumarbústað með sænskum alka sem var á leiðinni í meðferð hjá SÁÁ. Þau lenda í alls kyns vandræðum á ferðum sínum. Međ aðalhlutverk fara þau Edda Björgvinsdóttir, Gestur Einar Jónasson, Þórhallur Sigurðsson, Sólveig Arnarsdóttir, Björgvin Franz Gíslason og Unnur Berglind Guðmundsson.

Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Handritshöfundur er Guðný Halldórsdóttir.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Stella í orlofi fjallar um Stellu og baráttu hennar við geðillsku karla, tryllt börn, alkóholista, flugmenn, Læjonsklúbbinn Kidda, danskar drósir og laxeldi. Georg ætlar að fara í veiðiferð með erlendum viðskiptafélaga. En þegar hann handleggsbrotnar og endar á spítala ákveður Stella konan hans að taka til sinna ráða. Hún fer á flugvöllinn og finnur Salomon sem er viðskiptafélagi Georgs og fer með hann í veiðiferð í Selá. En Salomon er alls ekki viðskiptafélagi Georgs. Hann er alkóhólisti og er kominn til Íslands til að fara í meðferð hjá SÁÁ. Út af þessum misskilningi fara Salomon, Stella og börnin hennar öll í veiðiferð í Selá.[1]


  1. Stella í orlofi, sótt 15. febrúar 2020