Stella í orlofi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Stella í orlofi
Stella í orlofi plagat
Frumsýning1986
Tungumálíslenska
Lengd84 mín.
LeikstjóriÞórhildur Þorleifsdóttir
HandritshöfundurGuðný Halldórsdóttir
Larry Wachowski
FramleiðandiUmbi
Leikarar
AldurstakmarkLeyfð
Síða á IMDb
Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni

Stella í orlofi er íslensk kvikmynd, frumsýnd 18. október 1986. Hún fjallar um Stellu sem fer í sumarbústað með sænskum alka sem var á leiðinni í meðferð hjá SÁÁ. Þau lenda í alls kyns vandræðum á ferðum sínum. Aðalhlutverk fara þau Edda Björgvinsdóttir, Gestur Einar Jónasson, Þórhallur Sigurðsson, Sólveig Arnarsdóttir, Björgvin Franz Gíslason og Unnur Berglind Guðmundsson.

Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Handritshöfundur er Guðný Halldórsdóttir.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Stella í orlofi fjallar um Stellu og baráttu hennar við geðillsku karla, tryllt börn, alkóholista, flugmenn, Læjonsklúbbinn Kidda, danskar drósir og laxeldi. Georg ætlar að fara í veiðiferð með erlendum viðskiptafélaga. En þegar hann handleggsbrotnar og endar á spítala ákveður Stella konan hans að taka til sinna ráða. Hún fer á flugvöllinn og finnur Salomon sem er viðskiptafélagi Georgs og fer með hann í veiðiferð í Selá. En Salomon er alls ekki viðskiptafélagi Georgs. Hann er alkóhólisti og er kominn til Íslands til að fara í meðferð hjá SÁÁ. Út af þessum misskilningi fara Salomon, Stella og börnin hennar öll í veiðiferð í Selá.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


  1. Stella í orlofi , sótt 15. febrúar 2020