S. Husky Höskulds
Útlit
(Endurbeint frá Steinar Höskuldsson)
S. Husky Höskulds eða Steinar Höskuldsson (fæddur 1969) er íslenskur upptökustjóri sem búið hefur í Bandaríkjunum um árabil (síðan 1991) eða í Los Angeles. Hann hefur unnið til Grammy-verðlauna m.a. fyrir upptökur á plötunum Come Away With Me með Norah Jones og Blood Money með Tom Waits. Einnig hefur hann unnið t.d. með Sheryl Crow, Wallflowers og Jakob Dylan (sonur Bob Dylan), Elvis Costello, Tracy Chapman og margsinnis með Mike Patton söngvara Faith No More.[1]
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða Geymt 9 janúar 2019 í Wayback Machine
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Upptökustjórinn Husky Höskulds Rúv.is, skoðað 7. nóv 2020