Tom Waits

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tom Waits
Tom Waits í Prag árið 2008.

Tom Waits (fæddur Thomas Alan Waits 7. desember 1949 í Kaliforníu) er bandarískur tónlistarmaður og leikari. Hann er þekktur fyrir sérstæða rödd sína. Waits dregur áhrif sín úr frumdjass og hráum blús. Hann spilar aðallega á píanó en einnig gítar, banjó og ásláttarhljóðfæri.

Hann byrjaði feril sinn þegar hann var dyravörður á þjóðlagabúllu í San Diego. Tók Waits þátt í hæfileikakeppni í Los Angeles og fékk í kjölfarið útgáfusamning. Fyrsta platan, Closing Time, kom út árið 1973 [1]. Waits hefur unnið tvenn Grammy verðlaun. Var það fyrir plöturnar Bone Machine og Mule Variations. Tímaritið Rolling Stone setti hann á lista 100 bestu lagahöfunda allra tíma.

Waits býr í Sonoma-sýslu í Kaliforníu með konu sinni Kathleen Brennan og þremur börnum. Brennan semur með honum lög.

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • Closing Time (1973)
  • The Heart of Saturday Night (1974)
  • Nighthawks at the Diner (1975)
  • Small Change (1976)
  • Foreign Affairs (1977)
  • Blue Valentine (1978)
  • Heartattack and Vine (1980)
  • Swordfishtrombones (1983)
  • Rain Dogs (1985)
  • Franks Wild Years (1987)
  • Bone Machine (1992)
  • The Black Rider (1993)
  • Mule Variations (1999)
  • Blood Money (2002)
  • Alice (2002)
  • Real Gone (2004)
  • Orphans: Brawlers, Bawlers & Bastards (2006)
  • Bad as Me (2011)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Tom Waits og frumlitirnir Mbl. Skoðað 19. mars, 2016.