Faith No More

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Faith No More. 2009.

Faith No More er bandarísk rokkhljómsveit sem stofnuð var í San Francisco, Kaliforníu árið 1979. Hljómsveitin kom fram sem Sharp Young Men og Faith No Man áður en hún breytti nafninu í Faith No More. Billy Gould, bassaleikari, Roddy Bottum ryþmagítar- og hljómborðsleikari og Mike Bordin, trommari, eru stofnmeðlimir bandsins.

Eftir margar breytingar á liðsskipan sló sveitin loks í gegn með plötunum The Real Thing (1989) og Angel Dust (1992) og spilaði þar söngvarinn Mike Patton stórt hlutverk. Hljómsveitin lagði upp laupana árið 1998 en kom svo aftur saman árið 2009 og spilar enn.

Tónlist sveitarinnar er býsna fjölbreytt og hefur meðal annars verið lýst sem jaðarþungarokki, tilraunarokki og funkmetal. Sveitin hefur haft áhrif á rapprokk og nu-metal. Hljómsveitin hefur gert tilraunir með ýmsar tónlistarstefnur: Þrass, hip hop, progrokk, hardcore punk, polka, easy listening, jazz, samba, ska, bossa nova, hard rock, pop, soul og gospel.

Núverandi meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

  • Mike Bordin – trommur og bakraddir (1979–1998; 2009–)
  • Billy Gould – bassi, bakraddir (1979–1998; 2009–)
  • Roddy Bottum – hljómborð, ryþmagítar og bakraddir (1983–1998; 2009–)
  • Mike Patton – söngur (1988–1998; 2009–)
  • Jon Hudson – gítar og bakraddir (1996–1998; 2009–)

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • We Care a Lot (1985)
  • Introduce Yourself (1987)
  • The Real Thing (1989)
  • Angel Dust (1992)
  • King for a Day... Fool for a Lifetime (1995)
  • Album of the Year (1997)
  • Sol Invictus (2015)