Steiermark

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Steiermark í Austurríki

Steiermark er eitt af sambandslöndum Austurríkis og er að mestu leyti í Ölpunum. Höfuðstaður þess er Graz og íbúar eru um 1.243.052 (1. janúar 2019) talsins. Aðrir helstu bæir eru Leoben, Kapfenberg, Bruck an der Mur, Knittelfeld og Köflach.

Sveitarfélögin

Steiermark er gjarna skipt í:

  • Efri-Steiermark (þýska: Obersteiermark), það er að segja norður- og norðvesturhlutann, en þar eru sveitarfélögin Liezen, Murau, Murtal, Leoben og Bruck-Mürzzuschlag;
  • Vestur-Steiermark (þýska: Weststeiermark), sem er vestan við Graz, en til þess teljast Voitsberg, Deutschlandsberg og vesturhluti sveitarfélagsins Leibnitz;
  • Austur-Steiermark (þýska: Oststeiermark), sem er svæðið austan Graz. Sveitarfélögin þar eru Weiz, Hartberg-Fürstenfeld og Südoststeiermark.
  • Syðsti hluti Steiermark, sem nú tilheyrir Slóveníu, kallaðist Neðri-Steiermark (þýska: Untersteiermark) og það nafn er raunar enn stundum notað en Slóvenar kalla héraðið Štajerska.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.