St. Pancras-lestarstöðin
Útlit
(Endurbeint frá St Pancras-lestarstöð)
St. Pancras-lestarstöðin London St Pancras | |
---|---|
Yfirlit | |
Staðsetning | Euston & St. Pancras rd, London |
Þjónusta | |
Þjónustur | Eurostar, London-Leeds, London-Luton-Bedford, Neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar |
Rekstraraðili | Network Rail |
Saga | |
Opnun | 1868 |
St Pancras-lestarstöðin er stór lestarstöð í St Pancras-svæðinu í miðborg Lundúna, rétt hjá Bókasafni Bretlands og King’s Cross-lestarstöðinni. Hún var tekin í notkun árið 1868 af Midland Railway. Stöðin tengist Ermasundsgöngunum, þar með Frakklandi og einnig neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar. Stöðin er einnig þekkt vegna byggingarlistar sinnar.