Fara í innihald

Stóriðja á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði.

Stóriðja á Íslandi er framleiðslugeiri á Íslandi sem selur framleiðslu raforkuvera til orkufreks iðnaðar, einkum álvera og kísiliðja. Stóriðjan (orkuframleiðslan og iðnaðurinn) er samanlagt um 7% af landsframleiðslu og ein af þremur stoðum efnahagslífs á Íslandi, ásamt ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Á tímum viðreisnarstjórnarinnar 1959 til 1971 var mótuð stóriðjustefna á Íslandi þegar opinbera fyrirtækið Landsvirkjun var stofnað 1965, Búrfellsvirkjun var reist og orka þaðan seld til Alusuisse sem byggði Álverið í Straumsvík 1969. Þessi stefna hefur oft sætt harðri gagnrýni fyrir að leggja náttúruperlur og mikilvæg vistkerfi undir orkuvinnslu fyrir mengandi stóriðju.[1]

Á Íslandi eru þrjú álver: Álverið í Straumsvík, Norðurál á Grundartanga og Alcoa-Fjarðaál í Reyðarfirði. Kísilframleiðsla fer fram hjá Elkem á Grundartanga og PCC BakkiSilicon við Húsavík.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Það er ekki rafmagnsskortur á Íslandi – Stóriðjan þrengir að víðernum“. Landvernd. 2.12.2019.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.