Fara í innihald

Stóra moskan (Mekka)

Hnit: 21°25′19″N 39°49′34″A / 21.422°N 39.826°A / 21.422; 39.826
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

21°25′19″N 39°49′34″A / 21.422°N 39.826°A / 21.422; 39.826

Yfirlitsmynd af moskunni

Stóra moskan í Mekka eða Masjid al-Haram er moska þar sem er að finna Kaba, heilagasta bænarstað múslima. Hana er að finna í Mekka, Sádi-Arabíu. Þegar pílagrímar fara í sitt hajj biðja þeir í al-Haram moskunni. Moskan inniheldur nokkra af heilögustu hlutum í Íslam eins og t.d. Hadsjar, Zamzam brunninn og Maqam Ibrahim steininn. Masjid al-Haram er stærsta moska heims og áttunda stærsta bygging í heimi.

Uppruni[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt Kóraninum byggði Abraham, ásamt syni sínum Ishmael gruninn að moskunni sem er nú þekkt sem Kaaba. Guð á að hafa sýnt Abraham staðsetninguna fyrir bygginguna þar sem moskan stendur enn í dag. Í kjölfarið á Abraham að hafa fengið að gjöf svarta steininn eða Hadsjar frá engli. Talið er að svarti steinninn sé það eina sem er eftir af upprunalegu byggingunni.

Uppgangur[breyta | breyta frumkóða]

Fyrstu breytingar og endurbætur á moskunni áttu sér stað á tíma umayyadda. Árið 638 e.kr. var byggður veggur í kring um Kaaba. Umar ibn al-Khaṭṭāb annar kalífi sá til þess. Árið 692 ákvað Abd al-Malik ibn Marwan, fimmti kalífi að byggja ytri veggi og einnig að skreyta loftið. Áður voru viðar súlur sem skipt var út fyrir marmara súlur.

Kaaba

Á 15.öld var moskan endurbyggð á ný eftir að hafa eyðilagst í miklu vatnstjóni og eldsvoða. Moskan hefur verið endurgerð og endurbætt mörgum sinnum í gegnum tíðina. Á tuttugustu öld voru raflagnir lagðar í moskuna undir fyrirmælum Hussein ibn Ali, emírsins í Mekka undir Ottóman-veldinu.

Í kjölfar stofnunar Sádi-Arabíu hafa Sádar gert mikið fyrir moskuna, sem dæmi er hægt að nefna að hljóðkerfi var sett upp í moskunni árið 1948. Sádar hafa verið duglegir að nútímavæða moskuna og stækka. Í dag er áætlað að moskan sé dýrasta bygging heims en talið er að virði sé um það bil 100 milljarðar bandaríkjadala.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

https://en.wikipedia.org/wiki/Masjid_al-Haram#Structures

https://www.britannica.com/topic/Great-Mosque-of-Mecca

https://www.wikiwand.com/en/List_of_most_expensive_buildings

https://en.wikipedia.org/wiki/Zamzam_Well