Fara í innihald

Spurnarfornafn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Spurnarfornöfn (skammstafað sem sfn.) eru í íslensku fornöfnin[1] hver,[1] hvor,[1] hvaða[1] og hvílíkur. Hvað var upphaflega sérstakt fornafn en hefur runnið saman við hver og er nú aðeins notað sérstætt.

Hver er notað um einn af fleiri en tveimur (t.d. hver stelpnanna fór út?) og beygist þannig:

Karlkyn Kvenkyn Hvorugkyn
Eintala Fleirtala Eintala Fleirtala Eintala Fleirtala
nefnifall hver hverjir hver hverjar hvert eða hvað hver
þolfall hvern hverja hverja hverjar hvert eða hvað hver
þágufall hverjum hverjum hverri hverjum hverju hverjum
eignarfall hvers hverra hverrar hverra hvers hverra

Hvor beygist eins og eignarfornafnið vor en hvaða hefur sömu mynd í öllum kynjum og föllum og báðum tölum.[1] Það notað um annan af tveimur; t.d. hvor strákanna skrópaði? Hvílíkur beygist eins og sterkt lýsingarorð (ríkur). Það er oftast notað í upphrópunum; t.d. hvílík vitleysa!

Hver og hvor geta einnig verið óákveðin fornöfn en þá má setja sérhver í stað hver og hvor um sig fyrir hvor; t.d. hver (sérhver) er sjálfum sér næstur, hann gaf hvorum drengjanna (hvorum um sig) snoppung.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

  • Þótt hvor sé spurnarfornafn þá teljast hvor tveggja, annar hvor og hvor og nokkur til óákveðinna fornafna.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þórunn Blöndal (1985). Almenn málfræði. Mál og menning.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 Hugtakaskýringar - Málfræði