Fara í innihald

Óákveðið fornafn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Óákveðin fornöfn)

Óákveðið fornafn er fornafn[1] sem á við einn eða fleiri hlut, veru eða stað.

Óákveðin fornöfn í íslensku

[breyta | breyta frumkóða]

Það eru mörg óákveðin fornöfn í íslensku og sum algengustu eru oft sett upp í vísu:[1]

Annar, fáeinir, enginn, neinn,
ýmis, báðir, sérhver,
hvorugur, sumur, hver og einn,
hvor og nokkur, einhver.

Allur, annar hvor, annar hver, annar tveggja, hvor tveggja, samur, sjálfur, slíkur og þvílíkur.

Listi yfir öll algengustu óákveðnu fornöfnin

[breyta | breyta frumkóða]

Óákveðna fornafnið „hvor tveggja“

[breyta | breyta frumkóða]

Hvor tveggja beygist þannig að fyrri hlutinn beygist eins og spurnarfornafnið „hvor“ en töluorðið „tveggja“ er óbeygt.[2] Til er gamla óákveðna fornafnið hvortveggi í einu orði þar sem fyrri liðurinn beygist eins og í hvor tveggja en seinni liðurinn eins og veikt lýsingarorð.

Óákveðnu fornöfnun „einhver“ og „nokkur“

[breyta | breyta frumkóða]

Í nefnifalli og þolfalli í hvorugkyni eintölu hafa einhver og nokkur tvímyndir í hvorugkyni. Eitthvað hefur eitthvert og eitthvað[3] á meðan nokkur hefur nokkurt og nokkuð.[4] Myndirnar eitthvað og nokkuð á eru sérstæðar eins og sést:

Eitthvað er á seyði, sérðu nokkuð?

Óákveðnu fornöfnun „annar hver“ og „annar hvor“

[breyta | breyta frumkóða]

Annar hver er notað um annan hvern af þrem eða fleiri, á meðan annar hvor er notað um annan af tveim:

Hann kemur alltaf annan hvern dag.
Ég fæ annan hvorn strákinn, Jón eða Svein til að vinna hjá mér.

Óákveðin fornöfn í ensku

[breyta | breyta frumkóða]

Óákveðin fornöfn í ensku geta verið aðrir setningarhlutar en óákveðin fornöfn. Óákveðna fornafnið many („margir“) í setningunni many disagree with his views („margir eru honum ósammála“) getur verið lýsingarorð í setningunni many people („margt fólk“) og nafnorð eins og í setningunni a good many of the students had skipped class („stór hluti nemandanna höfðu skrópað“). Af þessari ástæðu eru dæmi gefin til aðgreiningar ef merking er torskilin.

Óákveðin fornöfn í eintölu

[breyta | breyta frumkóða]
  • anotherThanks, I'll have another. („Takk, ég fæ mér annan.“)
  • anybody
  • anyone
  • anything
  • eachFrom each according to his ability, to each according to his need. („Hver gefur það sem hann getur og fær það sem honum nægir.“)
  • eitherEither will do. („Annað hvort er fínt.“)
  • enoughEnough is enough. („Nóg er nóg.“)
  • everybody
  • everyone
  • everything
  • lessLess is known about this period of history. („Minna er vitað um þetta tímabil í sögunni.“)
  • littleLittle matters any more. („Fátt eitt skiptir máli.“)
  • muchMuch was discussed at the meeting. („Margt var rætt á fundinum.“)
  • neitherIn the end, neither was selected. („Hvorug var valið þegar leið undir lok.“)
  • no one
  • nobody
  • nothing
  • oneOne might see it that way. („Hægt væri að líta á þetta á þennan veg.“)
  • otherOne was singing while the other played the piano. („Einn söng á meðan hinn spilaði á píanóið.“)
  • plentyThanks, that's plenty. („Takk, þetta er fínt.“)
  • somebodySomebody has to take care of it. („Einhver verður að sjá um þetta.“)
  • someoneSomeone should fix that. („Einhver ætti að laga þetta.“)
  • somethingSomething makes me want to dance. („Eitthvað lætur mig vilja dansa.“)
  • you (í óformlegu máli þegar átt er við „mann“[5]) – You can understand why. („Maður skilur af hverju.“)

Óákveðin fornöfn í fleirtölu

[breyta | breyta frumkóða]
  • bothBoth are guilty. („Þeir eru báðir sekir.“)
  • fewFew were chosen. („Fáir voru valdir.“)
  • fewerFewer are going to church these days. („Færri sækja messur þessa dagana.“)
  • manyMany were chosen. („Margir voru valdir.“)
  • othersOthers can worry about that. („Leyfum öðrum að hafa áhyggjur af þessu“)
  • severalSeveral were chosen. („Ýmsir voru valdir.“)
  • they (í óformlegu máli, með merkingunna „fólk upp til hópa“) – “They say that smoking is bad for you. („Fólk segir að reykingar séu slæmar.“)

Óákveðin fornöfn í eintölu eða fleirtölu

[breyta | breyta frumkóða]
  • allAll is lost. („Öllu er tapað.“)
  • anyAny will do. („Skiptir ekki máli hver það er.“)
  • moreMore is better. („Meira er betra.“)
  • mostMost would agree. („Flestir væru því sammála.“)
  • none[6]None of us will join you! („Engir okkar munu ganga í lið með þér!“)
  • someSome would agree. („Sumir væru sammála.“)
  • suchSuch is life („Svona er lífið“, „soddan er livet“)
  • Bjarni Ólafsson (1995). Íslenskur málfræðilykill. Mál og menning. ISBN 9979-3-0874-5.
  • Björn Guðfinnson (án árs). Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun.
  • Þórunn Blöndal (1985). Almenn málfræði. Mál og menning.

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Hugtakaskýringar - Málfræði
  2. „Beyging orðsins „hvor tveggja". á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
  3. „Beyging orðsins „eitthvað". á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
  4. „Beyging orðsins „nokkur". á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
  5. "Indefinite you, indefinite one" Geymt 6 febrúar 2009 í Wayback Machine, The Columbia Guide to Standard American English, 1993
  6. Sumir málfræðingar segja að none („enginn“) sé alltaf í eintölu, en fleirtala þess er samt mikið notuð og viðtekin. Sjá má t.d. notkunardæmi á COED Geymt 3 apríl 2006 í Wayback Machine.