Fara í innihald

Spiladós

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Spiladós með sívalningi og greiðu og handfangi

Spiladós er tæki sem spilar tónlist með því að nota pinna á sívalningi eða diski sem snýst til að ýta við einni tönn á stálgreiðu þannig að tónn heyrist.

Spiladósin gat verið stór málmsívalningur sem snerist þegar sveif til hliðar við dósina var snúið eða hún trekt upp. Sívalningurinn lék þá um greiðu og framkallaði hljóð. Spiladósir voru stundum þannig að hægt var að leika mismunandi lög eftir því hvernig spiladósin var stillt.

Spiladósir þóttu miklar gersemar og voru stundum flóknar að gerð. Þegar Jérôme-Napoléon bróðursonur Napóleons Bonaparte kom í heimsókn til Íslands árið 1856 þá færði hann Pétri Péturssyni biskupi Íslands spiladós sem er lýst sem stokk er spilar 8 lög. Stokkurinn var úr palisandertré og grópaðar rósir og myndir inn í lokið úr rósavið en spilverkið innan í var allt úr stáli og látúni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.