Fara í innihald

Ruslatunna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ruslatunnum stillt upp í hring.

Ruslatunna eða sorptunna er ílát notað til að geyma rusl um stundarsakir. Ruslatunnur eru oftast gerðar úr plasti eða málmi og eru yfirleitt hafðar fyrir utan íbúðarhús eða í sérstökum geymslum í fjölbýlishúsum. Flestar ruslatunnur eru með stóru loki til að þær lykti ekki.

Í eldhúsum eru notaðar ruslakörfur til að geyma sorp frá eldamennsku eins og hýði og umbúðir. Sumar tegundir eru með fótstigi (pedala) til að opna þær og loka (oftast nefndar geispur). Yfirleitt eru ruslakörfur í heimahúsum fóðraðar með pokum til að auðveldara sé að tæma þær í ruslatunnurnar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.