Solid Snake

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Solid Snake eða Snake er persóna úr Metal Gear- og Metal Gear Solid-seríunum. Hann er vopnasérfræðingur og atvinnumálaliði. Hann er sú týpa sem eignast ekki vini með köldum persónuleika sínum en honum tekst að gera hið ómögulega mögulegt. Hann er sköpunarverk japanska tölvuleikjahönnuðarins Hideo Kojima. En það sem gerði Snake eftirminnilegastan var raddleikarinn David Hayter. Kemur hann einnig fram sem leikanleg persóna í Nintendo leikinum Super smash bros. brawl.

Metal Gear[breyta | breyta frumkóða]

Solid Snake hóf ferill sinn sem hermaður á unglingsaldri og gekk síðar í sérsveitina FOXHOUND undir stjórn Big Boss. Fyrsta verkefni hans fyrir FOXHOUND var að fara einn í Suður Afríkuríkið Outer Heaven og bjarga besta útsendara þeirra, Gray Fox, og eyðileggja kjarnorkuknúna skriðdrekann Metal Gear. Honum tókst það og þá komst hann að því að Big Boss stóð á bak við þetta allt saman en Snake sigraði hann.

Metal Gear 2: Solid Snake[breyta | breyta frumkóða]

Eftir þetta hætti Snake í FOXHOUND og flutti til Alaska. En hann var fenginn til að koma aftur til að fara til Asíuríkisins Zanzibar og eyða nýjum Metal Gear. En þá komst hann því að Gray Fox og Big Boss stóðu á bak við það og sigraði þá báða. Big Boss sagði Snake að hann væri faðir hans.

Metal Gear Solid[breyta | breyta frumkóða]

Snake hætti í FOXHOUND en var fenginn aftur til starfa sex árum síðar til að stöðva hryðjuverkamennina á Shadow Moses-eyju sem hugðust byggja nýjann Metal Gear: Metal Gear REX. Hann komst þar í gegn með hjálp Hals Emmerich(Otacon), yfirverkfræðingi Metal Gear REX. Snake sigraði REX en rotaðist við sprenginguna. Liquid Snake, yfirmaður hryðjuverkamannanna sem var í REX, lifði af. Hann bar Snake upp á leifar REX til þess að berjast við hann með hnefum. Þegar Snake vaknaði sagði Liquid honum að þeir væru bræður; klónaðir af Big Boss ásamt átta öðrum en aðeins þrír lifðu af. Snake sigraði Liquid en hægri handarmaður hans, Revolver Ocelot, slapp.

Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty[breyta | breyta frumkóða]

Snake og Dr. Emmerich stofnuðu Philanthropy-samtökin sem að stóðu fyrir að stöðva Metal Gear-framleiðslu(Ocelot seldi tækniupplýsingar REX á svarta markaðnum). Snake var sendur til að fá sönnun fyrir nýjum Metal Gear sem er fluttur í tankskipi. En Ocelot og rússneskur ofursti tóku yfir skipið og sprengdu það. Snake slapp naumlega og Emmerich bjargaði honum á litlum báti. Emmerich og Snake reyndu að láta yfirvöld halda að Snake væri dáinn til þess að hindra handtöku hans, svo að þeir gætu fundið út hvað varð um nýja Metal Gear-tækið.

Tveimur árum síðar fengu þeir upplýsingar um að það væri verið að byggja nýtt Metal Gear-tæki á hreinsistöðinni sem var sett upp eftir að tankskipið sökk. Hryðjuverkamenn tóku yfir stöðina og Snake laumaðist inn og dulbjó sig sem SEAL-sérsveitarmaðurinn Iraquois Pliskin og Otacon fór inn með SEAL-sérsveitinni sem verkfræðingur á hreinsistöðinni. Snake vann með FOXHOUND-nýliðanum Raiden og saman komust þeir að því að þriðji sonur Big Boss, George Sears eða Solidus Snake, og Revolver Ocelot stóðu á bak við þetta allt saman. Raiden sigraði Solidus og tókst að stöðva nýja Metal Gear-tækið. Ocelot slapp á ný en Snake fylgir honum fast á eftir.

Framtíð Metal Gear[breyta | breyta frumkóða]

Þriðji leikur Metal Gear Solid-seríunnar, Metal Gear Solid 3: Snake Eater, kom út 2004-2005 og fjallaði um Big Boss árið 1964 þar sem hann bar nafnið Naked Snake. Í þeim leik var þemað að nota feluliti og lifa af í frumskóginum. Hann fékk einróma lof gagnrýnenda um heim allann og næsti leikur um Solid Snake, Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots, kemur út 2007.

Wikipedia
Wikipedia