Fara í innihald

Sojúz 1

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frímerki sem var gefið út í Sovétríkjunum til heiðurs Komarovs

Sojúz 1 (rússneska: Союз 1) var sovésk eldflaug sem var hönnuð til að koma manni út í geiminn og til tunglsins. Fyrstu Sojúz-eldflauginni var skotið á loft þann 23. apríl árið 1967. Sovétmenn höfðu það markmið að komast á tunglið en ekki fór allt eftir áætlun. Sojúz 1 var ennþá á tilraunarstigi þegar því var skotið á loft þar sem rússneski geimfarinn Vladímír Komarov var um borð. Skráðir voru um 203 gallar í geimfarinu þegar það voru aðeins nokkrar vikur þangað til að það yrði sent út í geim, en listanum yfir gallana var ekki komið í réttar hendur. Vandamálin hófust um leið og geimfarið var komið á braut um jörðu. Ein sólarsella geimfarsins brást sem leiddi til þess að það slokknaði á rafmagninu og því virkaði stjórnstöð geimfarsins ekki. Einnig virkuðu fallhlífar geimfarsins ekki þegar það kom aftur inn í lofthjúp jarðar. Bandaríska leyniþjónustan var við hlustir á meðan geimfarið var að brotlenda og gátu þeir heyrt Komarov öskra og segja að hann væri að fara að deyja. Einnig bölvaði hann um einstaklingunum sem létu hann fara inn í þetta misheppnaða geimfar. Komarov var fyrsti maður sögunnar sem lést í geimferð. Vladímír Komarov átti konu og tvö börn. Ekkert var talað um galla geimfarsins í fjölmiðlum í Sovétríkjunum en rannsókn hófst um orsakir brotlendingarinnar eftir dauða Komarov. Jarðarför hans var haldin þann 26. apríl árið 1967 í Moskvu.

  • Amy Shira Teitel. (2020, 21. október). How Vladimir Komarov Died on Soyuz 1. Sótt þann 9. mars 2021 af How Vladimir Komarov Died on Soyuz 1 | by Amy Shira Teitel | The Vintage Space | Medium
  • Pruitt, S. (2018, 31. maí). The 5 Deadliest Disasters of the Space Race. Sótt 24. janúar 2021 af https://www.history.com/news/the-5-deadliest-disasters-of-the-space-race
  • Timofeychev, A. (2018, 29. janúar). The dark side of the Soviet space program: 3 tragic disasters. Sótt 24. janúar 2021 af https://www.rbth.com/science-and-tech/327410-dark-side-of-space-program