Soffía Karlsdóttir - Bílavísur og Réttarsamba

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Soffía Karlsdóttir - Bílavísur og Réttarsamba
Bakhlið
IM 10
FlytjandiSoffía Karlsdóttir, Tígulkvartettinn, kvintett Jan Morávek
Gefin út1953
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Soffía Karlsdóttir - Bílavísur og Réttarsamba er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni syngja Soffía Karlsdóttir og Tígulkvartettinn tvö vinsæl lög með kvintett Jan Morávek. Kvintettinn skipa auk Jan, þeir Árni Ísleifs, Eyþór Þorláksson, Pétur Urbancic og Þorsteinn Eiríksson. Tígulkvartettinn skipa þeir Guðmundur H. Jónsson, Hákon Oddgeirsson, Brynjólfur Ingólfsson og Gísli Símonarson. Útsetning: Jan Morávek. Pressun: AS Nera í Osló

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Bílavísur (Blacksmith blues) - Lag - texti: Holmes - Jón Sigurðsson - Bílavísur bútur.oggHljóðdæmi (uppl.)
  2. Réttarsamba - Lag - texti: Gunnar Guðjónsson - Loftur Guðmundsson

Nóturnar[breyta | breyta frumkóða]