Snið:Gátt:Fornfræði/Grein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Publius Ovidius Naso (20. mars 43 f.Kr.17 e.Kr.) var rómverskt skáld. Ovidius er almennt talinn meðal merkustu skálda á latínu, ásamt Virgli og Horatiusi. Kvæði hans, sem voru víða höfð sem fyrirmynd um latneskan kveðskap í síðfornöld, á miðöldum og á endurreisnartímanum, hafa haft mikil áhrif bókmenntir og listir í Evrópu.

Ágústus keisari gerði Ovidius útlægan frá Róm árið 8 e.Kr. Ástæðurnar eru ókunnar en Ovidius vísar einungis til þeirra með orðunum carmen et error þ.e. kvæði og mistök. Ekki er vitað hvaða kvæði hann átti við eða í hverju mistökin áttu að hafa falist en fræðimenn telja að kvæðið kunni að vera Ars Amatoria eða Listin að elska en þar kennir skáldið hvernig menn – og konur – skuli bera sig að í ástum. Kennslan þykir fremur frjálslynd og var ekki í takt við siðbótina sem Ágústus vildi innleiða í Róm.