Fara í innihald

Snemmgrískur tími

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Snemmgrískur tími er tímabil í sögu Grikklands sem nær frá um 800 f.Kr. – 480 f.Kr. Snemmgrískur tími fylgir í kjölfar myrku aldanna í sögu Grikklands. Á þessum tíma varð til hið gríska borgríki, lýðræði, heimspeki, leikritun, grískar bókmenntir og gríska stafrófið.

Á snemmgrískum tíma voru meðal annars háð lelantíska stríðið (undir lok 8. aldar f.Kr.) og fyrra og síðara Messeníustríðið (um 750 – 730 f.Kr. og 640 – 620 f.Kr.)

Bókmenntir

[breyta | breyta frumkóða]

Meðal merkustu bókmennta þessa tímabils má nefna kviður Hómers (Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu), kvæði Hesíódosar (Goðakyn og Verk og daga) og lýrískan kveðskap eftir höfunda á borð við Arkílokkos, Alkajos, Saffó, Alkman, Semónídes, Hippónax, Týrtajos, Sólon, Stesikkoros, Ibýkos, Fókýlídes, Mímnermos, Símonídes frá Keos. Auk þess varð grísk leikritun til undir lok þessa tímabils.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.