Snemmgrískur tími
Snemmgrískur tími er tímabil í sögu Grikklands sem nær frá um 800 f.Kr. – 480 f.Kr. Snemmgrískur tími fylgir í kjölfar myrku aldanna í sögu Grikklands. Á þessum tíma varð til hið gríska borgríki, lýðræði, heimspeki, leikritun, grískar bókmenntir og gríska stafrófið.
Á snemmgrískum tíma voru meðal annars háð lelantíska stríðið (undir lok 8. aldar f.Kr.) og fyrra og síðara Messeníustríðið (um 750 – 730 f.Kr. og 640 – 620 f.Kr.)
Bókmenntir
[breyta | breyta frumkóða]Meðal merkustu bókmennta þessa tímabils má nefna kviður Hómers (Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu), kvæði Hesíódosar (Goðakyn og Verk og daga) og lýrískan kveðskap eftir höfunda á borð við Arkílokkos, Alkajos, Saffó, Alkman, Semónídes, Hippónax, Týrtajos, Sólon, Stesikkoros, Ibýkos, Fókýlídes, Mímnermos, Símonídes frá Keos. Auk þess varð grísk leikritun til undir lok þessa tímabils.