Hippónax
Hippónax frá Efesos var grískt skáld.
Árið 540 f.Kr. rak harðstjórinn Aþenagóras Hippónax frá Efesos. Hann hélt til Klasómenæ þar sem hann varði því sem eftir var ævinnar í fátækt. Höggmyndasmiðirnir Búpalos og Aþenis frá Kíos gerðu grín að Hippónaxi vegna útlits hans og skapgerðargalla, en hann hefndi sín á þeim með því að hæðast að þeim í fjölmargum satírum sínum. Sagt var að þeir hefðu hengt sig líkt og Lýkambes og dætur hans þegar skáldið Arkílokkos frá Paros réðst gegn þeim í kveðskap sínum, en Arkílokkos var forveri og fyrirmynd Hippónaxar.
Hann var grófur í hugsun og orðaforði hans dónalegur og ruddalegur, hann skorti þokka og góðan smekk, og hann vísar oft til mála sem einungis vöktu áhuga þeirra sem þekktu til þeirra. Þetta kom allt í veg fyrir að hann nyti vinsælda á Attíkuskaganum, þar sem Aþena liggur. Á hinn bóginn naut hann vinsælda meðal alexandrískra fræðimanna en þeir gáfu út verk hans í tveimur eða þremur bókum.
Hippónax var talinn höfundur háðsádeilunnar og sagt var að hann hefði búið til sérstakan bragarhátt, kólíambann, sem kemur í stað hefðbundinnar endingar á jambískri ljóðlínu. Hann orti á jónískri mállýsku.
Þessi grein er lausleg þýðing á grein úr ensku Wikipedia sem byggir á grein úr Encyclopedia Britannica frá 1911