Snúningur jarðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hreyfimynd sem sýnir snúning jarðar

Snúningur jarðar er snúningur jarðarinnar um öxul sinn eða jarðöxulinn. Jörðin snýst frá vestri til austurs eða rangsælis ef horft er á hana frá Pólstjörnunni. Þar sem öxullinn mætir yfirborði jarðar í norðri og suðri eru norðurpóll og suðurpóll jarðarinnar. Segulnorður og segulsuður eru punktar þar sem segulsvið jarðar vísar beint niður eða beint upp. Þessir punktar eru breytilegir og falla ekki saman við pólana.

Jörðin snýst einn hring miðað við sólina á um það bil 24 klukkustundum (einum sólarhring) en á 23 klukkustundum, 56 mínútum og 4 sekúndum ef miðað er við stjörnurnar. Með tímanum hægist eilítið á snúningi jarðarinnar vegna sjávarfallahröðunar sem tunglið veldur. Með atómklukku má þannig sjá að dagurinn í dag er um 1,7 millísekúndum lengri en hann var fyrir hundrað árum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.