Joey Jordison
Útlit
Nathan Jonas "Joey" Jordison (f. 26. apríl 1975 – d. 26. júlí 2021) var bandarískur trommari og lagahöfundur, best þekktur sem trommari þungarokkssveitarinnar Slipknot og gítarleikari hryllingspönkbandsins Murderdolls.
Jordison var stofnmeðlimur Slipknot og starfaði þar til 2013 þegar hann var rekinn úr hljómsveitinni. Hann spilaði til styttri tíma á tónleikaferðalögum með hljómsveitum Rob Zombie, Metallica, Korn, Ministry, Otep og Satyricon. Einnig stofnaði hann nokkrar hljómsveitir sem störfuðu stutt. Hann gaf það út síðar að hann hafði þjáðst að taugasjúkdómi sem hindraði hann í að spila trommur fyrir Slipknot.
Jordison lést í svefni árið 2021. Hann var 46 ára. [1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Joey Jordison: Slipknot founding drummer dies aged 46 BBC, sótt 28/7 2021