Slöngustjarna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Slöngustjarna
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Skrápdýr (Echinodermata)
Undirfylking: (Asterozoa)
Flokkur: Slöngustjarna ("Ophiuroidea)

Slöngustjarna er skrápdýr í flokki Ophiuroidea og er náskylt krossfiskum og sæbjúgum. Í sjónum við Ísland búa þó nokkrar tegundir slöngustjarna. Í miðju slöngustjörnunnar er hringlaga diskur og út úr honum vaxa fimm langir og mjóir armar sem líkjast svipum. Flestar slöngustjörnur eru um 5 til 15 cm í þvermál en þó geta armarnir náð allt að 60 cm. Þessir armar eru stökkir og geta auðvaldlega brotnað. En armarnir eru einnig mjög sveigjanlegir og nota slöngustjörnurnar þá þil þess að skríða eftir sjávarbotninum. Þess má geta að þær komast hraðar yfir en krossfiskar. Slöngustjörnur hafa stjörnulaga munn undir miðjudisknum.

Slöngustjörnur eru ekki notaðar til manneldis, þó þær séu ekki eitraðar. En þær eru þó nokkuð vinsæl dýr í fiskabúr og þær geta auðveldlega þrifist í sjóbúrum.

Þar sem slöngustjörnurnar eru aðallega úr kalki er ekki auðvelt að éta þær. En seinbítur og hlýri éta mikið af slöngustjörnunum og ýsa og þorskur éta hana stundum.

Heimkynni[breyta | breyta frumkóða]

Heimkynni slöngustjarna er á grunnsævi, fyrir neðan fjörur og lifa þær bæði á hörðum og mjúkum botni. Á hörðum botni eru slöngustjörnurnar flestar á milli steina eða í klettasprungum. Til að afla sér fæðu teygja þær arma sína fram úr sprungunum. Á mjúkum botni grafa slöngustjörnurmar sig ofan í leirinn, en láta armana ná upp á yfirborð leirsins til þess að afla fæðu. Einnig lifa slöngustjörnur neðst í fjörum og þar halda þær sig helst undir steinum.

Slöngustjörnur finnast á öllum helstu sjávarvæðum heims, allt frá pólunum í hitabeltið. Þær lifa á 16-35 m dýpi en geta lifað á hyldýpi eða á allt að 6000 m dýpi. En slöngustjörnur eru algengar á rifjum, þar sem þær fela sig undir steinum eða innan um aðrar lífverur. Til eru meira en 2000 tegundir slöngustjarna.

Græn slöngustjarna - Ophiarachna incrassata

Fæða og melting[breyta | breyta frumkóða]

Slöngustjörnur eru yfirleitt grotætur eða hræætur. Þær lifa á svifdýrum og ýmsum smádýrum sem eru á sjávarbotninum, en þær éta einnig lítil krabbadýr eða orma. Þær ná fæðunni með örmunum og nota slímuga sogfætur sem eru á þeim til þess að grípa fæðuna. Þær sveigja armana síðan í átt að muninnum og borða hana. Slöngustjörnur sjást oft í hópum ofan á steinum þar sem straumur er hæfilega mikill. Slöngustjörnurnar teygja tvo til þrjá arma út í strauminn og grýpa svifdýr sem berast með straumnum, en þær nota hina armana til að halda sér föstum.

Munnur slöngustjarna er afmarkaður með fimm kjálkum og gegnir hlutverki endaþarmsops sem og munns. Bak við kjálkana er stutt vélinda og magi. Meltin fer fram í tíu pokum eða hólfum í maganum.

Líkamsbygging[breyta | breyta frumkóða]

Líkamsbygging slögustjarna er svipuð líkamsbyggingu krossfiska, því bæði dýrirn hafa miðjudisk og fimm arma út úr honum. Hins vegar er miðjudiskur slöngustjarna greinilega afmarkaður frá örmunum. Miðjudiskurinn inniheldur öll innyfli dýrsins, melting og æxlun fer því aldrei fram í örmunum eins og gerist hjá krossfiskum. Undir miðjudisknum er munnur slöngustjarnanna og á honum eru fimm tenntir kjálkar. Inn um munnin sía slöngustjörnur vatn í ákveðið vökvakerfi sem þær hafa. (Water vascular system).

Taugakerfi[breyta | breyta frumkóða]

Taugakerfi slöngustjarna samanstendur af taugahring sem liggur um miðjudiskinn. Úr miðjudisknum út í enda hvers arms liggur geislamynduð taug. Flestar slöngustjörnur hafa ekki augu eða önnur sérhæfð skynfæri. Þær hafa hins vegar nokkrar gerðir af næmum taugaendum í húð sinni. Þessir taugaendar skynja snertingu, efni í vatni og jafnvel ljós.

Ophiolepis elegans 600.jpg

Æfiskeið[breyta | breyta frumkóða]

Slöngustjörnur verða kynþroska um tveggja til þriggja ára aldur og verða fullþroska þriggja til fjögurra ára. Þær lifa í um fimm ár.

Í flestum tegundum slöngustjarna eru kynin aðskilin, þó eru nokkrar tegundir tvíkynja, þá er dýr bæði karlkyns og kvenkyns. En aðrar tegundir slöngustjarna breyta um kyn þegar ákveðnum aldri er náð. Þá fæðast dýrin til dæmis sem karlkyn en breytast í kvenkyn síðar á lífsferlinum. Kynkirtlar eru staðsettir á miðjudiskinum og opna inn í poka sem eru á milli armanna.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]