Pylsa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pylsa með sinnepi.

Pylsa (stundum borið fram sem pulsa í óformlegu máli[1]) er langur og mjór himnubelgur sem er fylltur af elduðu, söltuðu og/eða reyktu kjötfarsi. Pylsan er oft reidd fram í aflöngu brauði (‚pylsubrauði‘) sem er af svipaðri lengd og pylsan sjálf.[2]

„Pylsa með öllu“, stundum kölluð „þjóðarréttur Íslendinga“,[3][4][5][6][7] er pylsa í brauði með tómatsósu, sinnepi, remúlaði, steiktum lauk, hráum lauk og í sumum tilfellum kokkteilsósu.[8][9]

Þann 20. nóvember 2004 var í Kringlunni sett heimsmet „lengsta pylsa í brauði“.[10] Pylsan var 11,92 metrar.[11] Þetta heimsmet var staðfest í september 2005 af Guinness Book of World Records[12] og stendur ennþá af því að þó að seinna voru búnar til miklu lengri pylsur[13] voru þær ekki í brauði.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Hvort er réttara að segja og rita pylsa eða pulsa?, Guðrún Kvaran, Vísindavefurinn, 23. apríl 2003.
 2. Ein með öllu stendur fyrir sínu, Morgunblaðið, 29. júlí 1995, bls. 16.
 3. Hádegismatur fyrir 1.000 krónur eða minna, DV, 5. október 2018, bls. 28. [„Hún er kölluð þjóðarréttur Íslendinga, blessuð pylsan með öllu, engu eða sumu.“]
 4. Pylsan hækkar en kókið ekki, Morgunblaðið, 26. mars 2015, bls. 2. [„Þjóðarrétturinn kostar nú 400 krónur (...) Þjóðarréttur Íslendinga, pylsa með öllu, hækkaði um 20 krónur fyrir skömmu (...)]
 5. Ódýrar pylsur, DV, 20. maí 2008, bls. 14. [„Þjóðarréttur Íslendinga, pylsa með öllu, er nokkuð sem fæstir virðast fá nóg af.“]
 6. Örugg aðferð til þess að vera 100% vinstrisinnaður, Þjóðviljinn, 7. september 1986, bls. 4. [„Heit pylsa með öllu er hlutlaus því hún er þjóðarréttur.“]
 7. Pylsa með öllu, Fréttir, 6. desember 2001, bls. 4. [„Það sem ég ætla að bjóða upp á þessa vikuna er þjóðarréttur Íslendinga, pylsa með öllu, sem allir hafa smakkað út í sjoppu (...)“]
 8. Akureyrska spurningakeppnin, Morgunblaðið, 11. júlí 2019, bls. 41. [„Pylsa með öllu er yfirleitt með tómatsósu, sinnepi, remúlaði, steiktum lauk og hráum lauk.“]
 9. Mikill munur á hamborgurum og hristingi, DV, 22. júlí 1998, bls. 6. [„Pylsa með öllu er með tómatsósu, sinnepi, remúlaði, steiktum lauk, hráum lauk og í sumum tilfellum kokkteilsósu.“]
 10. Heimsmet og ekki miðað við höfðatölu, Morgunblaðið, 22. nóvember 2004, bls. 30.
 11. Pylsur og jójó, Morgunblaðið, 9. nóvember 2005, bls. 42.
 12. Guinness staðfestir Íslenska pulsan er best og stærst, DV, 24. september 2005, bls. 62.
 13. „Longest sausage“. Guinness World Records. Sótt 24. apríl 2024.