Fara í innihald

Skíð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Skye-eyja)
Kort af eyjunni.
Cuillin-fjöll.
Brúin sem tengir eyjuna við fastaland Skotlands.
Old Man Of Storr drangarnir.

Skíð eða Skye á ensku (gelíska: An t-Eilean Sgitheanach eða Eilean a' Cheò) er stærst og nyrst af stóru eyjunum í eyjaklasanum Suðureyjum á Skotlandi. Eyjan er 1.656 km² að stærð. Margir skagar eru á eyjunni sem liggja út frá fjöllóttri miðju hennar. Enda þótt talið hafi verið að gelískt heiti eyjunnar lýsi þessu formi er þó deilt um uppruna þess.

Skíð hefur verið byggð frá miðsteinöld og um aldir stjórnuðu fornnorrænir menn eyjunni. Vegna atburða á 19. öld fækkaði íbúum mjög en í dag eru þeir 9.232. Mannfjöldinn hefur aukist um 4% frá manntali ársins 1991. Þessi íbúafjölgun er ólík þróuninni á öðrum skoskum eyjum. Stærsti bærinn á eyjunni er Portree sem er vel þekktur vegna fagurrar hafnar sinnar. Höfuðatvinnugreinar eyjunnar eru ferðaþjónusta, landbúnaður, fiskveiði og viskíeiming. Um það bil 30% íbúa eyjunnar tala gelísku.

Skíð er tengd við meginlandið með brú og sér Highland Council um rekstur hennar. Eyjan er þekkt fyrir fagurt landslag, líflega menningu og söguslóðir og mikið dýralíf eins og gullörn, krónhjört og lax.

Árið 2017 þótti heimamönnum ferðamannafjöldi kominn að þolmörkum. [1]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Is Skye reaching the limit for tourists? BBC, skoðað 10. ágúst 2017