Skapti Ólafsson - Allt á floti
Skapti Ólafsson syngur Allt á floti | |
---|---|
IM 118 | |
Flytjandi | Skapti Ólafsson, hljómsveit Gunnars Reynis Sveinssonar |
Gefin út | 1957 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Skapti Ólafsson syngur Allt á floti er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1957. Á henni syngur Skapti Ólafsson tvö lög útsett af Gunnari Reyni Sveinssyni, sem jafnframt stjórnaði hljómsveitinni. Aðrir í hljómsveitinni voru Guðmundur Steingrímsson, Ernst Normann, Sigurbjörn Ingþórsson, Jón Páll Bjarnason og Eyþór Þorláksson. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Allt á floti - Lag - texti: Steele, Bart, Pratt - Björn Bragi, Jón Sigurðsson - ⓘ
- Mikið var gaman að því - Lag og texti: Steingrímur Sigfússon
Lagið Allt á floti
[breyta | breyta frumkóða]Lag Steingríms Sigfússonar Mikið var gaman að því vakti verðskuldaða athygli þegar platan kom út, en það var lagið Allt á floti sem sló eftirminnilega í gegn. Lagið varð eitt af vinsælustu lögum Tommy Steele (Water Water), en íslenska útgáfan átti aldeilis eftir að slá frumútgáfunni við hér á landi. Margt hjálpaðist að við að gera lagið svo vinsælt sem raun ber vitni; söngur Skapta, grípandi texti, vönduð útsetning og afbragðs hljóðfæraleikur. Fáir hafa reynt að syngja lagið inn á plötu, enda stenst útgáfa Skapta og félaga frá 1957 tímans tönn.