Skólablaðið Muninn
Skólablaðið Muninn | |
---|---|
Stofnun | 27. október 1927 |
Ritstýra | Kristófer Guðmundsson |
Aðstoðarritstýra | Arnfríður Bjarnadóttir |
Uppsetningarstýra | Sölvi Halldórsson |
Gjaldkeri | Diljá Björt Bjarmadóttir |
Muninn er skólablað skólafélagsins Hugins í Menntaskólanum á Akureyri og hefur komið út allt frá 27. október 1927, þá undir ritstjórn Karls Ísfelds, og er því í hópi elstu skólablaða landsins. Blaðið hefur komið út í ótal myndum og tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Fyrstu árin var um að ræða lítið og þunnt blað, yfirleitt um fjórar blaðsíður, sem kom út nokkurn veginn mánaðarlega en undanfarinn áratug eða svo hefur venjan verið að gefa út tvö vegleg tölublöð, eitt á hvorri önn skólaársins.
Ritstjórn blaðsins er kosin af nemendum og vinnur blaðið í sjálfboðastarfi en blaðið er fjármagnað með auglýsingum. Ýmsir frammámenn hafa ritstýrt blaðinu í gegnum tíðina, til að mynda Halldór Blöndal, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ármann Kr. Ólafsson, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Logi Már Einarsson og Þorgrímur Daníelsson.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Vefur Muninn Geymt 4 mars 2005 í Wayback Machine
- Öll eintök Muninns eru aðgengileg á tímarit.is