Skátafélagið Skjöldungar
Skátafélagið Skjöldungar | |
---|---|
Stofnun | 1969 |
Markaðsvæði | Laugardalur, Heimar, Vogar og Laugarnes |
Forstöðumaður | Helga Þórey Júlíudóttir |
Vefsíða | http://skjoldungar.is/ |
Skátafélagið Skjöldungar er skátafélag í Laugardal, Reykjavík. Skátafélagið býður upp á skátastarf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 5-25 ára. Skátafélagið er aðili að Bandalagi íslenskra skáta og Skátasambandi Reykjavíkur.
Saga félagsins
[breyta | breyta frumkóða]Upphaf Skátafélagsins Skjöldunga má rekja til þess að ungir skátar komu saman og stofnuðu skátasveitina Skjöldunga undir merkjum Skátafélags Reykjavíkur, árið 1955. Síðar breyttist skipulag skátastarfs í Reykjavík og Skjöldungar urðu að skátadeild og starfaði fyrst um sig í Skátaheimilinu við Snorrabraut en flutti inn í nýinnréttuð húsakynni við Dalbraut árið 1966. Sumarið 1969 var svo ákveðið að stofna Skátafélagið Skjöldunga í Vogahverfi og varð Björgvin Magnússon fyrsti félagsforingi þess.[1] Félagið var formlega stofnað 5. október 1969 á sal Vogaskóla og var félagið að mestu skipað börnum og ungmennum, en af tæplega þrjúhundruð skátum voru einungis fimmtán fjárráða.[2] Á árunum 1977-1979 fluttust Skjöldungar í nýtt skátaheimili og voru þá jafnframt teknir inn kvenskátar í fyrsta skipti.[3]
Skátaskálar
[breyta | breyta frumkóða]Skátafélagið Skjöldungar á og rekur tvo skátaskála, Kút á Hellisheiði og Hleiðru við Hafravatn.[4] Hleiðra var byggð árið 1964 og er 34 fermetrar að grunnfleti. Vatn er í skálanum að sumri til.[5]
- ↑ Skjöldungar. „Skjöldungasaga“. Skátafélagið Skjöldungar (bandarísk enska). Sótt 28. október 2020.
- ↑ „Morgunblaðið - 253. tölublað (06.11.1999) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 28. október 2020.
- ↑ Skjöldungar. „Skjöldungasaga“. Skátafélagið Skjöldungar (bandarísk enska). Sótt 28. október 2020.
- ↑ Sigurjónsdóttir, Signý Kristín. „Skátaskálar“. Skátafélagið Skjöldungar (bandarísk enska). Sótt 28. október 2020.
- ↑ „Skátafélagið Skjöldungar - Reykjavík“. wayback.vefsafn.is. Afritað af uppruna á 16. nóvember 2004. Sótt 28. október 2020.