Skátafélagið Hafernir
Útlit
Skátafélagið Hafernir | |
---|---|
Staðsetning | Hraunberg 12 |
Markaðsvæði | Efra Breiðholt |
Forstöðumaður | Jens Pétur Kjartansson |
Skátafélagið Hafernir (stofnað 1974) er skátafélag í Breiðholti, Reykjavík. Skátafélagið býður upp á skátastarf fyrir börn á aldrinum 7-15 ára. Skátafélagið er aðili að Bandalagi íslenskra skáta og Skátasambandi Reykjavíkur.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Skátafélagið Hafernir var stofnað þann 23. nóvember 1974, um leið og félagsmiðstöðin Fellahellir tók til starfa. Starfið byrjaði af þrótti og eftir aðeins eitt ár í starfi voru 230 börn í félaginu, þó aðeins væru 6 fullorðnir leiðbeinendur.[1] Um tíma sameinaðist félagið tveimur öðrum félögum í Breiðholti, skátaafélaginu Urðaköttum og Skátafélaginu Segli, en félagið starfar nú undir eigin stjórn.
Skátasveitir
[breyta | breyta frumkóða]Í félaginu starfa þrjár skátasveitir:[2]
- Drekaskátasveitin Arnarungar fyrir 3.-4. bekkinga
- Fálkaskátasveitin Söfuglar fyrir 5.-7. bekkinga
- Dróttskátasveitin Næturgalar fyrir 8-10. bekkinga
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Dagblaðið - 63. tölublað (22.11.1975) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 28. október 2020.
- ↑ „Skátafélagið Hafernir“. www.hafernir.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. október 2020. Sótt 28. október 2020.