Fara í innihald

Skátafélagið Árbúar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skátafélagið Árbúar
Stofnun1977
StaðsetningHraunbær 123
FélagsforingiDaði Már Gunnarsson
StarfssvæðiÁrtúnsholt, Árbær, Selás, Grafarholt, Norðlingaholt

Skátafélagið Árbúar (stofnað 1977) er skátafélag í Árbæ, Reykjavík. Félagið býður upp á skátastarf fyrir 7-25 ára börn og ungmenni. Félagið er aðili að Bandalagi íslenskra skáta og Skátasambandi Reykjavíkur.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Saga Skátafélagsins Árbúa hefst árið 1974 þegar skátar gengu í hús til að safna undirsskriftum til stuðnings stofnunar nýs skátafélags í Árbæjarhverfi. Undir þetta rituðu 60 manns. Undirbúningur að stofnun félagsins hófst svo haustið 1976 þegar boðað var til fundar í Framfarafélagshúsinu 23. október. Skátafélagið var í húsnæðishraki fyrstu árin og fundaði ýmist í kofa í skólagarði fyrir neðan Árbæjarsafn, heima hjá skátum eða í andyri kirkjunnar.[1] Félagið fékk svo aðstöðu í félagsmiðstöðinni Árseli árið 1981 og flutti árið 2003 í eigin húsnæði að Hraunbæ 123.[2] Félagið hóf starf haustið 1976 en var svo formlega stofnað á skátadaginn 22. febrúar, 1977.

Skátasveitir[breyta | breyta frumkóða]

Í Skátafélaginu Árbúum starfa fjórar skátasveitir:[3]

  • Drekaskátasveitin Rauðhalar | 7-9 ára
  • Fálkaskátasveitin Rauðskinnar | 10-12 ára
  • Dróttskátasveitin Ds. Pegasus | 13-15 ára
  • Rekkaskátasveitin Rs. Dakota | 16-18 ár
  1. „Um félagið“. Skátafélagið Árbúar. 4. september 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. nóvember 2020. Sótt 28. október 2020.
  2. „Skátablaðið - 4. tölublað (01.12.2000) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 28. október 2020.
  3. „Starfið í Skátafélagi Árbúa“. Skátafélagið Árbúar. 4. september 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. október 2020. Sótt 28. október 2020.