Skánska stríðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Orrustur í skánska stríðinu: Öland, Lundur, Køge Bugt og Landskrona.

Skánska stríðið var stríð milli Danmerkur og Svíþjóðar og bandamanna þeirra sem stóð frá 1675 til 1679. Stríðið hófst í september 1675, þegar Danmörk og Brandenburg gerðu árás á sænska landgönguliða í Pommern. Fyrri hluta árs 1676 hófust árásir á Skán. Danir ætluðu sér að endurheimta Skán sem Svíar höfðu lagt undir sig árið 1658.

Danski herinn var að jafnaði betur þjálfaður, vopnaður og útbúinn en sá sænski. Stríðinu lauk samt án afgerandi sigurvegara.

Sænski flotinn tapaði á sjónum og danski herinn fór halloka á Skáni, en Svíar töpuðu aftur á móti fyrir Brandenburg. Stríðið og bardagarnir stöðvuðust þegar Holland, sem barðist með Danmörku samdi frið við Frakkland í stríði Frakklands og Hollands, og Frakkar studdu Svíþjóð. Karl 11. Svíakonungur giftist dönsku prinsessunni Ulriku Eleonoru, systur Kristjáns 5. Danakonungs.

Friður komst á eftir þrýsting frá Frakklandi með samningunum í Fontainebleau og Lundi (milli Svíþjóðar og Danmerkur) og í Saint-Germain (milli Svíþjóðar og Brandenburg) þar sem Danmörk féllst á að skila þeim svæðum sem þeir höfðu unnið af Svíþjóð.