Fara í innihald

Sjeviotfé

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjevíotfé eða Cheviotfé er sauðfjártegund sem á ættir sínar að rekja til Sjevíotfjalla í Skotlandi. Norðmenn fluttu mikið inn af cheviot-sauðkindum á nítjándu öld og hefur kynið haft áhrif á önnur norsk kyn.

Sjevíotfé hefur mikinn fallþunga og er ræktað til kjötframleiðslu. Ullin af því er nýtt í tweedefni. Kynið er harðgert og þolir vel veruna í fjöllunum. Það er hvítt, kollótt og hefur stundum svartar fætur.

  Þessi landbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.