Fara í innihald

Sjöþraut

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tatjana Tsjernova, Jessica Ennis og Lilli Schwarzkopf í 800 metra lokakeppni í sjöþraut á ólympíuleikunum í London 2012.

Sjöþraut er blönduð frjálsíþróttagrein þar sem keppt er í sjö íþróttum. Þekktust er sjöþraut kvenna sem tók við af fimmtarþraut sem fjölíþróttagrein kvenna á ólympíuleikunum 1984. Sjöþraut karla, með öðrum keppnisgreinum, á sér lengri sögu en er ekki ólympíugrein heldur innanhússgrein.

Í sjöþraut kvenna er keppt í 100 metra grindahlaupi, hástökki, kúluvarpi, 200 metra hlaupi, langstökki, spjótkasti og 800 metra hlaupi. Keppnin skiptist á tvo daga, þar sem fyrri daginn er keppt í fjórum greinum og seinni daginn í þremur. Ein þekktasta sjöþrautarkona allra tíma er bandaríska frjálsíþróttakonan Jackie Joyner-Kersee.

Í sjöþraut karla er keppt í 60 metra hlaupi, langstökki, kúluvarpi, hástökki, 60 metra grindahlaupi, stangarstökki og 1000 metra hlaupi. Líkt og í sjöþraut kvenna tekur keppnin tvo daga þar sem fyrri daginn er keppt í fjórum greinum og þann seinni í þremur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.