Hástökk
Hástökk er ein grein frjálsíþrótta og er stökk yfir slá án allra hjálpartækja. Keppt er í hástökki með eða án atrennu, en með atrennu er algengari keppnisgrein.
Met[breyta | breyta frumkóða]
- Íslandsmet kvenna í hástökki er 1,88 sett af Þórdísi Gísladóttur 1990.
- Íslandsmet í almennum flokki er 2,28 metrar, sett árið 2001 af Einari Karl Hjartarsyni
- Heimsmet kvenna er 2,09 m og það heldur Stefka Kostadinova frá Búlgaríú sett 1987.
- Heimsmet í karlaflokki er 2,45 m, það heldur Javier Sotomayor frá Kúbu og það var slegið 1993.