Sjómannavalsar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sjómannavalsar
Forsíða Sjómannavalsar

Bakhlið Sjómannavalsar
Bakhlið

Gerð EXP-IM 35
Flytjandi Sigurður Ólafsson, Sigurveig Hjaltested, tríó Bjarna Böðvarssonar, tríó Jan Morávek, hljómsveit Carl Billich
Gefin út 1958
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

Sjómannavalsar er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1958. Á henni syngur Sigurður Ólafsson fjögur lög þar af eitt með Sigurveigu Hjaltested. Tríó Bjarna Böðvarssonar, tríó Jan Morávek og hljómsveit Carl Billich leika undir. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Ljósmynd: Óskar Gíslason og teikning: Þorleifur Þorleifsson. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló. Prentun: ÞEGG.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sjómannavalsinn - Lag - texti: Svavar Benediktsson - Kristján frá Djúpalæk - Hljóðdæmi 
  2. Síldarvalsinn - Lag - texti: Steingrímur Sigfússon - Haraldur Zophaníasson
  3. Stjörnunótt - Lag - texti: Þórður Halldórsson - Loftur Guðmundsson - Hljóðdæmi 
  4. Á Hveravöllum - Lag - texti: Ásta Sveinsdóttir - Árni úr Eyjum


Sjómannavalsinn[breyta | breyta frumkóða]

Það gefur á bátinn við Grænland
og gustar um sigluna kalt,
en togarasjómanni tamast það er
að tala sem minnst um það allt.
En fugli, sem flýgur í austur,
er fylgt yfir hafið með þrá.
Og vestfirskur jökull, sem heilsar við Horn
í hilling með sólroðna brá,
segir velkominn heim, segir velkominn heim,
þau verma hin þögulu orð.
Sértu velkominn heim, yfir hafið og heim.
Þá er hlegið við störfin um borð.
En geigþungt er brimið við Grænland
og gista það kýs ekki neinn.
Hvern varðar um draum þess og vonir og þrár,
sem vakir þar hljóður og einn?
En handan við kólguna kalda
býr kona, sem fagnar í nótt
og raular við bláeygan, sofandi son,
og systur hans, þaggandi hljótt:
Sértu velkominn heim, sértu velkominn heim.
Að vestan er siglt gegnum ís.
Sértu velkominn heim, yfir hafið og heim.
Og Hornbjarg úr djúpinu rís.

Svavar Benediktsson / Kristján frá Djúpalæk