Sjálfstæðishúsið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Árið 1941 keypti Sjálfstæðisflokkurinn tvílyft timburhús við Thorvaldsensstræti 2, sem upphaflega var byggt yfir Kvennaskólann í Reykjavík og voru þar síðan höfuðstöðvar flokksins. Byggður var samkomusalur aftan við húsið, hannaður af Roger Association í New York í samvinnu við Hörð Bjarnason arkitekt. Þar var opnaður samkomusalur og veitingahús árið 1946 sem kallaðist Sjálfstæðishúsið og varð það brátt einn af helstu skemmtistöðum bæjarins. Sjálfstæðisflokkurinn hætti að reka skemmtistaðinn árið 1963 og hét hann eftir það Sigtún [1] en löngu síðar Nasa. Húsið og salurinn hafa verið friðuð.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Í Sjálstæðishúsinu verður skemmtistaðurinn Sigtún; Morgunblaðið 1963
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.