Fara í innihald

Silla (jarðfræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Caldera de Taburiente, La Palma, Kanaríeyjar
Silla (rauð) sem troðist hefur inn á milli jarðlaga. Aðfærsluæð sillunnar er einnig sýnd.

Silla (á ensku: sill) er láréttur kvikugangur. Fyrirbærið nefnist líka laggangur, innskotslag eða træða.

Myndun[breyta | breyta frumkóða]

Silla, lárétt innskot, verður til þegar bergkvika treður sér inn í sem næst lárétta eða lítt hallandi sprungu djúpt í jörðu eða lagmót, t.d. á milli hraunlaga. [1]

Útlit og einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Sillur geta verið mjög líkar hraunlögum og oft er ekki auðvelt að greina þar á milli. Ein helstu einkennin eru mylsna ofan og undir sillunum sem eru tákn átaka við grannbergið (innskotabrotaberg). Annað einkenni eru glerjaðir, snöggkældir snertifletir næst grannberginu, bæði ofan á sillunni og undir henni. [1][2]

Í sillum er oftast líka stuðlun sem oft er nær lóðrétt eða hornrétt á kælingarflötinn.[1]

Á Íslandi er þykkt sillanna á bilinu 1-100 m, bergið í þeim er í flestum tilfellum basalt, rýólít en getur líka verið djúpberg (t.d granít eða díórít). [1]

Staðsetning[breyta | breyta frumkóða]

Sillur myndast djúpt í jörðu. Þær koma ekki í ljós fyrr en veðrun og rof hafa rofið burtu jarðlögin sem ofan á liggja. Þær finnast einkum í rótum gamalla megineldstöðva og í grennd við þær enda eru þær hluti eldstöðvakerfisins.[1][2]

Dæmi um sillur eða lagganga er t.d. að finna innan Reykjavíkur (Viðeyjareldstöð, og í nágrenni borgarinnarStardalseldstöð). Sillur finnast líka víða á Austfjörðum og á Austurlandi þar sem rof (einkum jökulrof) hefur fjarlægt í kringum 2.000 m af bergi ofan af jarðlagastaflanum.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur jarðfræðilykill. Reykjavík, Mál og Menning, 2004
  2. 2,0 2,1 Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru berggangar og hvers vegna halla þeir oft út á aðra hliðina?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2003. Sótt 22. nóvember 2015. http://visindavefur.is/svar.php?id=2990.